send link to app

Jófríður - Sprotasaga app for iPhone and iPad


4.8 ( 1888 ratings )
Games Book Educational Family
Developer: Landsbankinn
Free
Current version: 1.0.1, last update: 7 years ago
First release : 22 Nov 2015
App size: 134.68 Mb

Sagan fjallar um Jófríði gömlu eða Jólu, eins hún er kölluð.

Jóla er dökk og stór og falleg og hún heimsækir Sprotana einu sinni á ári og segir þeim sögur. Öllum þykir vænt um Jólu en Sprota finnst hann ekki vita nóg um þessa dularfullu veru. Hver er Jóla og hvaðan kemur hún? Hvers vegna verða allir hinir fullorðnu eins og börn í kringum hana?

Foreldrar Sprota, Doremí og Rósi, ákveða að segja Sprota sínum söguna af Jólu. Sú saga teygir sig langt aftur í tímann til þeirra daga þegar þeir fullorðnu voru börn og leynifélagið Púkablístran reyndi að bjarga bænum sínum frá miklum háska. Þá steðjaði ógn að Sprotabæ því tröll komu með reglulegu millibili og gerðu óskunda, rupluðu og rændu. Púkablístran tók þá til sinna ráða, Jóla birtist og atburðarrásin varð æsispennandi.

Ævintýri Sprotanna fjalla eins og venjulega um vináttu og samstöðu í erfiðum aðstæðum. Þau fjalla um snjalla einstaklinga sem þora að horfast í augu við erfiðleika og hafa sigur að lokum. Börnin geta hlustað á upplestur af sögunni og lesið hana.

Púslaðu myndir úr sögunni, hægt er að velja nokkur erfiðleikastig.

Höfundur sögunnar er Felix Bergsson og teikningar eru verk Kára Gunnarssonar.

Útgefandi er Landsbankinn.